Kynning á námskeiðsefninu

150+ kaflar um stafræna ljósmyndun - Allt á íslensku og á auðskiljanlegu máli.

Markmið Fjarnámskeiðsins er að kenna grunnatriðin í ljósmyndatöku -  skref fyrir skref -  bæði fyrir áhugaljósmyndara og eins þeim sem hyggja á frekara nám í ljósmyndun.  Kennd eru undirstöðuatriði í ljósmyndatækninni, m.a. hvernig best er að stilla myndavélina fyrir mismunandi myndatökur, hvernig hægt er að ná sem mest úr myndavélinni. Auk þess er sýndar alls kyns myndatökur og sýnd mörg dæmi. Hér er um að ræða ítarlegt kennsluefni í ljósmyndun.

Gefin eru góð ráð fyrir almennum myndatökum bæði innandyra og utandyra, sýnd notkun á ljósum í stúdíói, Raw vinnsla í tölvu ásamt grunnvinnslu í Photoshop og margt fleira. Grunnstillingar á mörgum myndavélum, ásamt öðrum stillingum á vélunum eru útskýrðar.  Vandamál og lausnir, Þar sem tekin eru fyrir helstu vandamál varðandi myndatökur og bent á góðar lausnir.   Mikinn fróðleik um ljósmyndun er að finna á þessu fjarnámskeiði og er nýju námsefni bætt inn í hverjum mánuði. Þar sem námsefnið er læst er ekki hægt að prenta það út.


Nettengdur við leiðbeinanda.

Námsefnið er skrifað af Pálma Guðmundssyni  sem hefur starfað við ljósmyndakennslu á vegum ljosmyndari.is frá árinu 2003 og tekið myndir frá árinu 1967. Myndir eftir Pálma hafa birst opinberlega víða um heim, í bæklingum, plakötum, dagblöðum,  tímaritum, póstkortum, jólakortum, dagtölum, í auglýsingum  o.sv. frv.  Ríkissjónvarpinð birti myndir frá Pálma í dagskrárlok í yfir 20 ár. Með því að vera þátttakandi á fjarnámskeiðinu ertu í sambandi við leiðbeinanda og getur sent inn fyrirspurnir um hvað eina er snýr að ljósmyndun.


Hvar sem er - hvenær sem er.

Þú hefur fullan aðgang að námskeiðinu í 365 daga og getur skoðað námsefnið og annað efni síðunnar hvar sem ert í heiminum (ef þú ert nettengdur) og hvenær sem er sólarhrings á þeim hraða sem þér hentar, í allt að 365 daga frá skráningardegi. Árgjaldið er 14.900 kr. sem er aðeins um 40 kr. á dag.  Engin takmörk eru á því hversu oft þú mátt fara inn á fjarnámskeiðs síðuna. Hægt er að framlengja áskriftina um aðra 12 mánuði og er þá greitt aðeins 7.450 kr.


Hvernig skráir þú þig  - Nýskráning.

Þú smellir á hnappinn NÝSKRÁNING og fyllir í nokkra reiti og sendir.  Þú greiðir síðan námskeiðsgjaldið og þegar greiðsla er komin í banka verður opnaður fyrir þig aðgangur að fjarnámskeiðinu innan 48 klst. Þú færð sendann staðfestingarpóst. Ef greitt er fyrir nemandann þá er nauðsynlegt að greiðandi setji inn í skýringuna á sínum heimabanka fyrir hvern er verið að greiða.


Innskráning.

Í hvert sinn sem þú ferð inn á síðuna byrjar þú á því að skrá inn notendanafn þitt og lykilorð. Þar með ertu kominn á fjarnámskeiðið og getur skoðað námsefnið og lært. Þú getur séð alla kaflana í 365 daga. Ef þú týnir notendanafni eða lykilorði, þá einfaldlega smellir þú á "týnt lykilorð" og þá færðu sent í tölvupósti notendanafnið þitt ásamt lykilorði.


Kennsluefnið.

Kennsluefnið er flokkað niður í kafla (yfirflokka og undirflokka) til að auðvelda þér að finna það sem þú vilt lesa og læra.

 

Kaflaskipt.

Í hverjum kafla eru ítarlega útskýrð ýmis atriði í rituðum texta með ljósmyndum og skýringarmyndum.

 

Krossapróf.

Þú getur tekið krossapróf í ýmsum flokkum til að kanna hversu mikið þú hefur lært.  Hægt er að gera nokkrar tilraunir og birtast þá niðurstöður úr prófinu í hvert sinn. Þegar þú  hefur náð að svara öllum spurningun rétt  úr einhverju krossaprófinu, getur  þú ekki tekið prófið aftur.  Þú getur séð hversu margar tilraunir þú hefur gert í hverju krossaprófi. Alls eru komnar nú yfir 100 krossaprófsspurningar.

 

Myndavélin mín.

Hægt er að velja sérkafla um nokkrar myndavélar. Hver tegund/gerð er höfð í sérkafla. Algengustu vélartegundir teknar fyrir, en bætt verður við tegundum þegar þurfa þykir.   Ágætt er fyrir nemandann að vera með myndavélina við höndina þegar hann les yfir kaflann um sína vél.

 

Þær vélartegundir sem nú þegar eru komnar inn:


CANON EOS:  7d, 40d, 70d, 350d, 400d, 450d, 550d, 600d, 650d, 700d, 760d, 1000d, 1100d, EOS M,

CANON IXUS 80 is

CANON Powershot G7X

Fujifilm X-H1

NIKON D 60

NIKON D 3300

OLYMPUS E-510

Pentax K 200 D

Sony DSLR-A 200

Sony Alpha a5000

SONY Cyber shot RX100 VI

 

Nýju námsefni er bætt við í hverjum mánuði.


FJARNÁMSKEIÐ.IS FÓR FORMLEGA Í LOFTIÐ KL. 01:05 ÞRIÐJUDAGINN 30. JÚNÍ 2009.